Líkum hefur fjölgað ört í líkhúsum Bagdad

Íbúar í Bagdad sjást hér flytja líkkistu eins sem lést …
Íbúar í Bagdad sjást hér flytja líkkistu eins sem lést í sjálfsvígsárás í borginni í gær. Reuters

Undanfarinn hálfan mánuð hefur líkum fjölgað ört í helsta líkhúsi Bagdad sökum þar sem árásum og átökum í og við höfuðborg Íraks hefur fjölgað. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir forstöðumanni líkhússins.

Að meðaltali hafa um 15 lík verið flutt í líkhúsið á degi hverjum, en fólkið hefur látist í ofbeldisverkum í Bagdad undanfarnar tvær vikur. 

Við upphaf ársins voru að meðaltali tvö lík flutt á degi hverjum í líkhúsið. Þá hafði ofbeldisverkum fækkað í borginni í kjölfar hertra öryggisráðstafana.

Að sögn forstöðumanns líkhússins vonast menn til þess að um tímabundið ástand sé að ræða. 

Uppreisnarmenn hafa fjölgað árásum undanfarnar vikur víða í Bagdad og í öðrum hlutum landsins.

Í gær létust a.m.k. 18 manns í nokkrum árásum í borginni, þ.á.m. sjö þegar vopnaðir menn hófu skothríð á markaði.

Þrettánda mars sl. létust 18 þegar sjálfsvígssprengjumaður gerði árás í Bab al-Sharji í miðborg Bagdad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert