Tæplega 40 olíuflutningabílar, sem voru að flytja eldsneyti til bandarískra hermanna í Afganistan, eyðilögðust þegar uppreisnarmenn, sem talið er að séu hliðhollir Talibönum, réðust á bílalestina við landamæri Pakistans.
Árásirnar áttu sér stað við Torkham-landamærastöðina. Um 70 manns, sem höfðu safnast saman á nálægum akri, særðust í árásunum
Fram kemur á fréttavef BBC að megnið af því eldsneyti sem hersveitir bandamanna í Afganistan noti komi frá Pakistan.