George W. Bush, Bandaríkjaforseti, vottaði í kvöld fjölskyldum þeirra Bandaríkjamanna, sem látið hafa lífið í Írak frá því innrásin var gerð þar fyrir fimm árum, innilegustu samúð sína en í gær fór tala fallinna Bandaríkjamanna í Írak yfir 4000.
Sagði Bush, að dauði Bandaríkjamannanna hefði lagt grundvöll að friði fyrir komandi kynslóðir í Írak. Hét hann því að ná fram niðurstöðu sem tryggði, að hermennirnir hefðu ekki látið fórnað lífinu til einskis.
Hvíta húsið sagði í dag, að Bush hugsaði á hverjum degi um þá, sem hefðu látið lífið í Írak.