Andófsmenn trufluðu í morgun athöfn, sem haldin var í grísku borginni fornu Ólympíu þar sem ólympíueldurinn er jafnan kveiktur. Að sögn AP fréttastofunnar hlupu tveir menn inn á svæðið þar sem verið var að tendra eldinn.
Lögregla handtók mennina. Þetta gerðist þegar Lieu Qi, forseti framkvæmdanefndar ólympíuleikanna í Peking, var að halda ræðu.
Mikil öryggisgæsla er á svæðinu og er talið að yfir 1000 lögreglumenn séu þar. Meðal viðstaddra er Jacques Rogge, formaður Alþjóðaólympíumefndarinnar. Í samræmi við fornar hefðir var eldurinn kveiktur með spegli og sólarljósinu.