Vilja að Danir sniðgangi Ólympíuleikana

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Reuters

Danski þjóðarflokkurinn hefur hvatt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, til að mótmæla aðgerðum kínverskra stjórnvalda í Tíbet með því að hætta við þátttöku Dana í Ólympíuleikunum í Peking.

Kristian Thulesen Dahl, þingflokksformaður Danska þjóðarflokksins, segir Dani ekki eiga að taka þátt í leikunum. Stjórnvöld megi ekki horfa fram hjá því sem sé að gerast í Tíbet og að forsætisráðherrann geti ekki forðast umræðuna.

„Nú nýverið höfum við heyrt ásakanir Kínverja um að það sé Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, sem standi á bak við óeirðirnar. Þessar fáránlegu fullyrðingar sýna fram á styrk kínversku áróðursvélarinnar, og Danir eiga ekki að taka þátt í þessu,“ segir Dahl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka