Zawahiri hvetur til árása á Ísrael

Al-Zawahiri á nýlegu myndbandi.
Al-Zawahiri á nýlegu myndbandi. AP

Ayman al-Zawahri, hægri hönd Osama bin Ladens í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hvetur til árása á ísraelsk og vestræn skotmörk í nýju ávarpi, sem birt var á íslömskum vef. Segir al-Zawahri að hefna verði árása Ísraelsmanna á Palestínumenn á Vesturbakkanum.

„Múslimar. Nú er komið að því. Ráðist á hagsmuni gyðinga og Bandaríkjamanna og allra þeirra sem hafa tekið þátt í árásunum á múslima," segir rödd  sem talin er vera rödd al-Zawahris. „Setjið ykkur markmið, sækið féð, undirbúið vopnin, leggið nákvæmar áætlanir og gerið árás," bætir hann við en nefnir ekki sérstök skotmörk.

Fyrir páska sendi bil Laden frá sér ávarp þar sem einnig var hvatt til heilags stríðs til að frelsa svæði Palestínumanna. Virðist ávörpunum tveimur vera ætlað að virkja þá reiði, sem gripið hefur um sig meðal múslima vegna ofbeldisverk á Gasasvæðinu að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka