140 sagðir látnir í Tíbet

Útlangastjórn sjálfstæðissinnaðra Tíbeta greindi frá því í dag að hún hefði upplýsingar um að 140 manns hafi látist í átökum mótmælenda og kínverskra her og lögreglumanna á undanförnum dögum. Þar af tíu frá því í gær. Yfirvöld í Kína halda því hins vegar fram að nítján manns hafi látið lífið í átökunum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Samkvæmt upplýsingum kínverskra yfirvalda voru þrettán mótmælendur handteknir í Lhasa í morgun. Þá kom til átaka í Sichuan og mun einn lögreglumaður hafa látið lífið í þeim átökum.

Talsmaður kínverskra stjórnvalda fordæmdi í dag mótmælaaðgerðir er Ólympíueldurinn var kveiktur í Grikklandi í gær og sagði allar tilraunir til að varpa skugga á Ólympíuleikana vera skammarlegar og illa séðar í Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert