Dönsk vonarstjarna misstígur sig

Jeppe Kofod, talsmaður danskra jafnaðarmanna í utanríkismálum, tilkynnti í dag að hann hefði sagt af sér eftir að greint var frá því að hefði átt í kynferðislegu sambandi við fimmtán ára gamla stúlku í Esbjerg um páskahelgina. Þetta kemur fram á fréttavef Ekstra Bladet.  

„Ég var gestakennari á námskeiði ungliðahreyfingar flokksins á föstudag og í boði þá um kvöldið missti ég algerlega dómgreindina og átti samskipti við fimmtán ára gamla stúlku sem voru siðferðislega röng. Ég einn ber ábyrgð á þessu atviki sem ég iðrast sáran,” sagði hann er hann tilkynnti um afsögn sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert