Þúsundir íraskra hermanna hafa barist við sjía-uppreisnarmenn í Basra í dag. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að átökin hafi verið mjög hörð og að a.m.k. 30 hafi fallið í heraðgerðunum.
Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur yfirumsjón með aðgerðunum, en í gær hét hann því að koma aftur á lögum og reglum í landinu.
Að sögn fréttaskýrenda hafa hörð átök geisað milli vopnaðra fylkinga í Basra, m.e. Mehdi hersins svokallaða sem styður róttæka sjía-klerkinn Moqtada al-Sadr. Basra, sem er í Suður-Írak, er mjög auðugt af olíu.
Átökin hafa dreifst sér um Írak, m.a. til Sadr-borgar í Bagdad þar sem Mehdi herinn barðist við aðra sjía-múslíma.
Mehdi-herinn, sem er mjög öflugur, lýsti yfir vopnahléi í ágúst sl., en talið er að það hafi haft mikil áhrif á að koma aftur á stöðugleika víða í Írak.