Medvedev varar við stækkun NATO

Dmitry Medvedev.
Dmitry Medvedev. Reuters

Dimitry Medvedev, nýkjörinn forseti Rússlands, segir rússnesk yfirvöld ekki ánægð með það að Úkraína og Georgía hafi áform um að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO.  Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í viðtali við Financial Times segir Medvedev að slík skipan gæti haft áhrif á öryggismál í Evrópu.  Medvedev segir að ekkert land geti verið ánægt með að hafa hernaðarsamtök, sem það tilheyri ekki sjálft, við landamæri sín.   Aðild fyrrum Sovétlýðveldanna Georgíu og Úkraínu verður líklega rædd á leiðtogafundi NATO í Búkarest í Rúmeníu í næstu viku. 

Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu komst til valda árið 2003.  Hann vill efla tengsl við Vesturlönd og hefur sakað rússneska stjórnmálamenn um að skipta sér af málum Georgíu.
    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert