Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segist ekki útiloka að Frakkar sniðgangi Ólympíuleikana í Beijing í Kína í sumar vegna framgöngu Kínverskra yfirvalda í mannréttindamálum og málefnum Tíbet. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
„Ég útioka ekkert, en eins og staðan er nú tel ég skynsamlegast að bíða með stórar yfirlýsingar og sjá hvernig málin þróast,” sagði hann. Yfirvöld í Frakklandi, hafa fram til þessa alfarið vísað því á bug að til greina komi að Ólympíuleikarnir verði sniðgengnir.
Talsmaður kínverskra stjórnvalda fordæmdi í dag mótmælaaðgerðir sjálfstæðissinnaðra Tíbeta er Ólympíueldurinn var kveiktur í Grikklandi í gær og sagði allar tilraunir til að varpa skugga á Ólympíuleikana vera skammarlegar og illa séðar í Kína