Skot hljóp af í flugstjórnarklefanum

Reuters

Skot hljóp úr skamm­byssu flug­stjóra flug­vél­ar banda­ríska flug­fé­lags­ins US Airways í aðflugi í Norður-Karólínu um helg­ina, og er þetta í fyrsta sinn sem hleypt er af byssu í flug­stjórn­ar­klefa síðan sett­ar voru regl­ur um vopna­b­urð flug­manna í kjöl­far hryðju­verk­anna 11. sept­em­ber 2001.

Talsmaður flug­deild­ar al­rík­is­lög­regl­unn­ar sagði að skoti hafi verið hleypt af fyr­ir slysni, og að það hafi hvorki stefnt vél­inni né fólki um borð í hættu. 124 farþegar voru í vél­inni og fimm manna áhöfn.

Lög­regl­an hef­ur ekki greint frá því hvar kúl­an úr byss­unni hafnaði. Rann­sókn máls­ins er haf­in.

Talsmaður flug­málaráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins The Boyd Group seg­ir að hefði kúl­an rofið gat á vél­ina, t.d. með því að brjóta glugga á stjórn­klef­an­um, hefði allt getað farið á versta veg og vél­in hrapað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert