Skot hljóp af í flugstjórnarklefanum

Reuters

Skot hljóp úr skammbyssu flugstjóra flugvélar bandaríska flugfélagsins US Airways í aðflugi í Norður-Karólínu um helgina, og er þetta í fyrsta sinn sem hleypt er af byssu í flugstjórnarklefa síðan settar voru reglur um vopnaburð flugmanna í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001.

Talsmaður flugdeildar alríkislögreglunnar sagði að skoti hafi verið hleypt af fyrir slysni, og að það hafi hvorki stefnt vélinni né fólki um borð í hættu. 124 farþegar voru í vélinni og fimm manna áhöfn.

Lögreglan hefur ekki greint frá því hvar kúlan úr byssunni hafnaði. Rannsókn málsins er hafin.

Talsmaður flugmálaráðgjafafyrirtækisins The Boyd Group segir að hefði kúlan rofið gat á vélina, t.d. með því að brjóta glugga á stjórnklefanum, hefði allt getað farið á versta veg og vélin hrapað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka