Tveir létu lífið þegar byggingarkrani féll í Miami

AP

Tveir létust og fjórir slösuðust þegar krani féll á byggingarsvæði í Miami í Bandaríkjunum í dag. Aðeins eru liðnir 10 dagar frá því þegar svipað atvik varð í New York, en þá létust sjö manns.

Að sögn lögreglu brotnaði hluti af byggingarkrananum sem féll svo á byggingarsvæðið fyrir neðan og hús sem þar stóð.

Unnið er að því að kanna hvort fleiri liggi undir kranarústunum.

15. mars sl. féll byggingarkrani á íbúðarhús í New York með þeim afleiðingum að sjö létust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka