Bush þáði boð Pútíns

Bush og Pútín
Bush og Pútín AP

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti hef­ur þegið boð frá Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta um að leiðtog­arn­ir hitt­ist til viðræðna í Sochi í Rússlandi. Bush seg­ir að þeir muni ræða fyr­ir­ætlan­ir Banda­ríkj­anna um að koma upp eld­flauga­varn­ar­kerfi í Aust­ur-Evr­ópu, að því er seg­ir á vef BBC.

Fund­ur for­set­anna mun eiga sér stað eft­ir NATO-ráðstefn­una, sem fram fer í Búkarest í Rúm­en­íu í næstu viku.

Rúss­ar hafa harðlega gagn­rýnt fyr­ir­ætlan­ir Banda­ríkj­anna um að koma upp eld­flauga­varn­ar­kerf­inu, en Banda­rík­in stefna á að koma því upp í Póllandi og Tékklandi.

Talið er að þetta verði síðasti fund­ur Bush og Pútín, en Pútín mun láta af embætti for­seta í maí. Þá mun Bush láta af völd­um í byrj­un næsta árs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert