Bush þáði boð Pútíns

Bush og Pútín
Bush og Pútín AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur þegið boð frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að leiðtogarnir hittist til viðræðna í Sochi í Rússlandi. Bush segir að þeir muni ræða fyrirætlanir Bandaríkjanna um að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu, að því er segir á vef BBC.

Fundur forsetanna mun eiga sér stað eftir NATO-ráðstefnuna, sem fram fer í Búkarest í Rúmeníu í næstu viku.

Rússar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Bandaríkjanna um að koma upp eldflaugavarnarkerfinu, en Bandaríkin stefna á að koma því upp í Póllandi og Tékklandi.

Talið er að þetta verði síðasti fundur Bush og Pútín, en Pútín mun láta af embætti forseta í maí. Þá mun Bush láta af völdum í byrjun næsta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert