Erlendir blaðamenn í Tíbet

Hópur erlendra blaðamanna er nú kominn til Lhasa, höfuðborgar Tíbet, þar sem þeir munu fara í stutta skipulagða ferð um svæðið. Fram kemur á fréttavef Reuters að kínversk stjórnvöld komið að því að velja hvaða blaðamenn máttu fara inn í landið.

Andlegur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, segir að það eigi ekki að takmarka aðgengi erlendra fjölmiðla að landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem  erlendum fréttamönnum er leyft að fara inn í höfuðborgina eftir að hörð átök brutust þar út fyrir rúmum hálfum mánuði.

Kínverskir embættismenn segjast hafa ákveðið að skipuleggja ferðina til að svara háværum kröfum alþjóðasamfélagsins um að fréttamenn hafi beinan aðgang að Tíbet. Kínversk stjórnvöld hafa hins vegar sett skorður við því hversu margir blaðamenn megi fara í ferðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert