Fjölbýlishús hrundi í Noregi

Sex manns er saknað og að minnsta kosti fimmtán særðust er sex hæða fjölbýlishús hrundi í Álasundi á vesturströnd Noregs í nótt.  Ekki er vitað um orsök þess að húsið hrundi en húsið var byggt nýlega.  Tuttugu og einn bjó í húsinu.

Fram kemur á fréttavef BBC að hús umhverfis fjölbýlishúsið hafi verið rýmd en gasleiðslur sprungu þegar húsið hrundi og óttast var um gasleka.  Björgunarsveitir eru á svæðinu og leita þeirra sem er saknað.

Samkvæmt upplýsigum AP fréttastofunnar var byggingin að hluta til byggð uppi í fjallshlíð en að sögn lögreglu í Álasundi er möguleiki á að grjótskriða hafi lent á byggingunni með þeim afleiðingum að byggingin seig og hrundi.  Fyrstu tvær hæðir hússins eru mikið skemmdar og notuðu björgunarsveitir og slökkvilið krana og stiga til þess að komast inn í húsið. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir sem særðust ekki alvarlega slasaðir.

Lögregla og björgunarsveitir vinna að því að bjarga fólki úr …
Lögregla og björgunarsveitir vinna að því að bjarga fólki úr fjölbýlishúsi sem hrundi í Álasundi í Noregi í nótt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert