Framganga „Se og Hør" fordæmd

Danska vikublaðið Se og Hør hefur lýst eftir fimmtán ára gamalli stúlku sem Jeppe Kofod, þingmaður og fyrrum talsmaður danskra jafnaðarmanna í utanríkismálum, hefur viðurkennt að hafa átt í óviðeigandi sambandi við. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Lofar blaðið algerri nafnleynd og launum fyrir upplýsingar um stúlkuna sem Kofod segist hafa hitt á námskeiði ungliðahreyfingar jafnaðarmanna (DSU) á föstudaginn langa.

Jacob Bjerregaard, formaður DSU, segist sleginn yfir framgöngu Se og Hør í málinu og hvetur til þess að stúlkan verði látin í friði. Þá hvetur hann alla til að sýna hug sinn í verki með því að sniðganga blaðið.

Bjerregaard segir einnig að ekki komi til greina að samtökin eigi frekari samvinnu við Kofod  en hann hafði komið fram sem gestakennari á námskeiði DSU er atvikið átti sér stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert