Frönsk teiknimynd bönnuð í Líbanon

Úr myndinni Persepolis
Úr myndinni Persepolis HO

Franska teiknimyndin „Persepolis“ hefur verið bönnuð í Líbanon. Myndin, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna nú í ár, hefur fallið í grýttan jarðveg hjá írönskum yfirvöldum sökum gagnrýninnar túlkunar á íslömsku byltinguna, greindi talsmaður öryggismála frá.

Margir yfirmenn öryggismála í Íran telja að myndin dragi upp verulega slæma mynd af þjóðinni.

Bassam Eid, framkvæmdarstjóri hjá Circuit Empire sem dreifir myndinni, segir þessa ákvörðun vera fáránlega. „Ákvörðun þeirra er enn fáránlegri þegar haft er í huga að hægt er að kaupa sjóræningjaeintök af myndinni á 2 dollara í Beirút“, sagði Eid.

Myndin greinir frá raunum ungrar stúlku snemma í íslömsku byltingunni á 9. áratugnum. Myndin var sýnd í írönsku kvikmyndhúsi í síðasta mánuði við góðar undirtektir en fær nú líklega ekki víðari dreifingu um landið. Myndin hefur verið fordæmd af ríkisstjórn Mahmoud Ahmadinejads en hefur átt verulegri velgengni að fagna víðs vegar um heiminn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert