Hús í Álasundi brennur enn

Eldur brennur enn í stórum própangasgeymi í fjölbýlishúsi í norska bænum Álasundi en hluti hússins hrundi í nótt eftir að skriða féll úr nálægri fjallshlíð og lenti á því. Fimm íbúa í byggingunni er saknað en 15 var bjargað.

Lögregla segir, að eldurinn gæti logað langt fram á kvöld og hugsanlega muni líða nokkrir dagar áður en allt gasið brennur. Slökkvilið hefur reynt að slökkva eldinn en hann blossar alltaf upp aftur.

Þá segir lögregla að óttast sé að húsið hrynji alveg saman en nýjar sprungur hafa myndast í því.

Íbúar í um 40 húsum í nágrenninu hafa verið fluttir á brott, alls milli 200 til 400 manns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert