Sarkozy heitir að senda fleiri hermenn til Afganistan

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti. Reuters

Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti seg­ir að frönsk stjórn­völd muni leggja það til á NATO-ráðstefnu, sem fram fer í Búkarest í næstu viku, að Frakk­ar muni fjölga í herliði sínu í Af­gan­ist­an.

„Frakk­land hef­ur lagt til við banda­menn sína í Norður-Atlants­hafs­banda­lag­inu yf­ir­grips­mikla hernaðaráætl­un sem miðar að því íbú­ar Af­gan­ist­an og lög­mæt stjórn­völd í land­inu fái að stuðla að friði,“ sagði Sar­kozy í ræðu sem hann flutti í London í dag. Sar­kozy er þar í op­in­berri heim­sókn.

„Ef þess­ar til­lög­ur verða samþykkt­ar þá munu frönsk stjórn­völd leggja það til á ráðstefn­unni í Búkarest að fjölga her­mönn­um.“

„Við höf­um ekki efni á því að tapa stríðinu í Af­gan­ist­an. Við get­um ekki sætt okk­ur við það að taliban­ar og al-Qa­eda hafi snúið aft­ur til Kabúl,“ sagði Frakk­lands­for­set­inn.

Sar­kozy gaf hins veg­ar ekki upp neina ná­kvæma tölu hvað varðar fjölg­un­ina. Heim­ild­ar­menn AFP-frétta­stof­unn­ar í Par­ís telja að þeir verið rúm­lega 1.000.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert