Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að frönsk stjórnvöld muni leggja það til á NATO-ráðstefnu, sem fram fer í Búkarest í næstu viku, að Frakkar muni fjölga í herliði sínu í Afganistan.
„Frakkland hefur lagt til við bandamenn sína í Norður-Atlantshafsbandalaginu yfirgripsmikla hernaðaráætlun sem miðar að því íbúar Afganistan og lögmæt stjórnvöld í landinu fái að stuðla að friði,“ sagði Sarkozy í ræðu sem hann flutti í London í dag. Sarkozy er þar í opinberri heimsókn.
„Ef þessar tillögur verða samþykktar þá munu frönsk stjórnvöld leggja það til á ráðstefnunni í Búkarest að fjölga hermönnum.“
„Við höfum ekki efni á því að tapa stríðinu í Afganistan. Við getum ekki sætt okkur við það að talibanar og al-Qaeda hafi snúið aftur til Kabúl,“ sagði Frakklandsforsetinn.
Sarkozy gaf hins vegar ekki upp neina nákvæma tölu hvað varðar fjölgunina. Heimildarmenn AFP-fréttastofunnar í París telja að þeir verið rúmlega 1.000.