Skírn páfa á múslíma gagnrýnd

Aref Ali Nayed,formaður konunglegra jórdanskrar fræðimannastofnunar og fulltrúi háttsettra múslíma …
Aref Ali Nayed,formaður konunglegra jórdanskrar fræðimannastofnunar og fulltrúi háttsettra múslíma í samræðunefnd kristinna og íslamskra trúarleiðtoga AP

Aref Ali Nayed, formaður konunglegra jórdanskrar fræðimannastofnunar og fulltrúi háttsettra múslíma í samræðunefnd kristinna og íslamskra trúarleiðtoga, hefur gagnrýnt skírn páfa á þekktum ítölskum múslíma um páskahátíðina. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Skírn blaðamannsins Magdi Allam vakti töluverða athygli en Allam er þekktur fréttaskýrandi mála sem varða íslam°, . Nayed segir að skírnin og það hve mikið var gert úr henni að hálfi Páfagarð vera vísvitandi ögrun við múslíma. Í yfirlýsingu hans vegna málsins segir að hann fordæmi þá meðvituðu og ögrandi ákvörðun Páfagarðs að skíra Allam við svo sérstakt tækifæri og með svo mikilli viðhöfn. Þá segir að Páfagarður hafi með þessu gert trúarlega athöfn sem í eðli sínu sé mjög persónuleg að vopni í baráttu um það hver hljóti flest stig.

Einnig segir að atvikið hafi átt sér stað á mjög óheppilegum tíma þar sem fulltrúar múslíma og kaþólikka hafi að undanförnu lagt mikla vinnu í að bæta samskipti þessara trúarsamfélaga.

 

Allam, sem er Ítali fæddur í Egyptalandi, nýtur nú lögregluverndar en honum munu hafa borist líflátshótanir eftir að fréttir bárust af skírn hans. Hann hefur verið harður gagnrýnandi herskárra múslíma og yfirlýstur stuðningsmaður Ísraelsríkis.

 Fjallað er um skírnina í blaði Páfagarðs og er hún þar sögð vera til marks um aukið umburðarlyndi í trúmálum
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka