Alger ringlulreið á Heathrow

Nýja flugstöðvarbyggingin var opnuð fyrr í mars.
Nýja flugstöðvarbyggingin var opnuð fyrr í mars. Reuters

Alger ringulreið er sögð ríkja í nýrri flugstöðvarbyggingu, Terminal 5, sem opnuð var á Heathrowflugvelli í Lundúnum fyrir skömmu. Hefur tugum flugferða verið aflýst í dag og langar biðraðir hafa myndast við farangursfæribönd.

M.a. þurfti British Airways að aflýsa 20 flugferðum til Þýskalands, Frakklands, Skotlands og Belgíu í dag. Sumir farþegar þurtu að bíða í allt að 2 tíma eftir farangri sínum vegna tölvubilana í farangursflutningakerfi flugstöðvarinnar. 

Þrjár flugvélar fóru einnig frá flugvellinum í morgun án farangurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert