Bandarísk geimskutla lendir í Flórída

Bandaríska geimskutlan Endeavour lenti á Kennedy geimstöðinni á Flórída á miðvikudaginn eftir 16 daga leiðangur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.  Lendingu Endeavour seinkaði örlítið vegna veðurs í Flórída.

Í leiðangrinum setti áhöfn geimskutlunnar upp hluta af japanskri rannsóknarstofu og setti saman kanadískt vélmenni, sem mun sinna viðhaldi á ytri hluta geimstöðvarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert