Bush hvetur til viðræðna

George Bush, Bandaríkjaforseti.
George Bush, Bandaríkjaforseti. Reuters

George Bush Bandaríkjaforseti, hefur hvatt forseta Kína, Hu Jintao, til þess að hefja viðræður við Dalai Lama um málefni Tíbeta og lýsti yfir áhyggjum á gangi mála þar í landi, að sögn Dönu Perino, talsmanns Hvíta hússins.

Fram kemur á fréttavef BBC að Bush hefur beðið með að ræða beint við Jintao um  málefni Tíbet, sem bendir til þess að bandarísk yfirvöld vilji fara varlega í viðbrögðum sínum við kínversk yfirvöld.

Mannréttindahópar hafa hvatt til þess að Ólympíuleikarnir verði sniðgengnir en Hvíta húsið hefur þegar gert grein fyrir því að George Bush muni verða viðstaddur opnunarhátíð leikanna í Peking í sumar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert