Munkar trufla skoðunarferð

Tíbetski fáninn.
Tíbetski fáninn. AP

Hópur tíbetskra munka vakti athygli á sér og truflaði heimsókn fyrstu erlendu blaðamannanna sem komið hafa til Lhasa, höfuðborgar Tíbet, frá því blóðug mótmæli brutust þar út fyrir tveim vikum síðan.  Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Að sögn fréttaritara AP fréttastofunnar hrópuðu um þrjátíu munkar stuðningsslagorð fyrir tíbetsku þjóðina og andlegan leiðtoga hennar, Dalai Lama, á meðan á heimsókn blaðamanna í Jokhang hofið átti sér stað.  Einn þeirra hrópaði „Tíbet er ekki frjáls", og annar að Dalai Lama ekki hafa skipulagt mótmælin, en kínversk yfirvöld hafa sakað hann um að vera heilinn á bak við mótmælin.   Aðrir hrópuðu "ekki trúa þeim."  Munkarnir voru svo yfirbugaðir af yfirvöldum og leiddir í burtu.

Blaðamaður Financial Times segir tíbetska hluta Lhasa vera eins og stríðsvettvang, þar sem byggingar er brenndar, lokaðar verslanir og hermenn á hverju strái.

Erlendum blaðamönnum hefur ekki verið hleypt inn í landið til þess að fjalla um mótmælin, en í gær hófst þriggja daga skoðunarferð hóps valdra blaðamanna, sem verða fylgt um borgina og sýnd svæði þar sem mótmælin áttu sér stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert