Munkar trufla skoðunarferð

Tíbetski fáninn.
Tíbetski fáninn. AP

Hóp­ur tíbet­skra munka vakti at­hygli á sér og truflaði heim­sókn fyrstu er­lendu blaðamann­anna sem komið hafa til Lhasa, höfuðborg­ar Tíbet, frá því blóðug mót­mæli brut­ust þar út fyr­ir tveim vik­um síðan.  Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Að sögn frétta­rit­ara AP frétta­stof­unn­ar hrópuðu um þrjá­tíu munk­ar stuðnings­slag­orð fyr­ir tíbet­sku þjóðina og and­leg­an leiðtoga henn­ar, Dalai Lama, á meðan á heim­sókn blaðamanna í Jok­hang hofið átti sér stað.  Einn þeirra hrópaði „Tíbet er ekki frjáls", og ann­ar að Dalai Lama ekki hafa skipu­lagt mót­mæl­in, en kín­versk yf­ir­völd hafa sakað hann um að vera heil­inn á bak við mót­mæl­in.   Aðrir hrópuðu "ekki trúa þeim."  Munk­arn­ir voru svo yf­ir­bugaðir af yf­ir­völd­um og leidd­ir í burtu.

Blaðamaður Fin­ancial Times seg­ir tíbetska hluta Lhasa vera eins og stríðsvett­vang, þar sem bygg­ing­ar er brennd­ar, lokaðar versl­an­ir og her­menn á hverju strái.

Er­lend­um blaðamönn­um hef­ur ekki verið hleypt inn í landið til þess að fjalla um mót­mæl­in, en í gær hófst þriggja daga skoðun­ar­ferð hóps valdra blaðamanna, sem verða fylgt um borg­ina og sýnd svæði þar sem mót­mæl­in áttu sér stað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert