Tuttugu grunnskólanemendur í Chicago í Bandaríkjunum hafa verið drepnir í borginni frá því í september á síðasta ári. Þar af hafa átján fallið fyrir byssuskotum.
Aukning ofbeldisverka gagnvart grunnskólabörnum í borginni hefur verið svo mikil á undanförnum árum að lögregla í borginni hefur nú aukið eftirlit við grunnskóla borgarinnar og fengið aðgang að beinum útsendingum úr öryggismyndavélum þeirra.
24 grunnskólanemendur voru drepnir í borginni á síðasta ári þar af 24 með skotvopnum. Ekkert barnanna sem drepin voru í borginni á síðasta ári lét þó lífið í skóla sínum eða á skólalóð kola síns.Manndráp eru önnur algengasta dánarorsök fólks á aldrinum 10 til 24 ára í Bandaríkjunum og falla 81% þeirra ungmenna, sem drepin eru, fyrir skotvopnum.Töluvert hefur hins vegar dregið úr fjölda þeirra sem láta lífið af mannavöldum í Chicago á undanförnum mánuðum líkt og í öðrum stærstu borgum Bandaríkjanna.