Tuttugu grunnskólanemendur í Chicago í Bandaríkjunum hafa verið drepnir í borginni frá því í september á síðasta ári. Þar af hafa átján fallið fyrir byssuskotum.
Aukning ofbeldisverka gagnvart grunnskólabörnum í borginni hefur verið svo mikil á undanförnum árum að lögregla í borginni hefur nú aukið eftirlit við grunnskóla borgarinnar og fengið aðgang að beinum útsendingum úr öryggismyndavélum þeirra.