Talíbanar ráðast að þýska hernum í Afganistan

Talíbanar hafa gengist við sprengjuárás á bílalest þýska hersins í norðurhluta Afganistan í dag. Tveir hermenn slösuðust alvarlega og einn lítillega þegar farartæki þeirra veltust í kjölfar sprenginganna.

Talsmaður Talíbana, Zabiullah Mujahid, lýsti yfir ábyrgð þeirra á verknaðinum á heimasíðu Talíbana en ekki náðist í hann símleiðis til að fá frekari ummæli, greinir fréttaveitan AP frá.

Þrjú þúsund þýskir hermenn hafa verið sendir til Kunduz og Faizabad til að auka öryggi og hjálpa til við uppbyggingarstarfsemina í Afganistan.  Skoðanakannanir hafa sýnt að flestir þjóðverjar vilja fá hermennina heim og stuðningur almennings við verkefnið hefur farið minnkandi eftir ítrekaðar árásir og mannránstilraunir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert