Umdeild kvikmynd á vefnum

Mótmælendur sýndu andúð sína á Geert Wilders og kvikmynd hans.
Mótmælendur sýndu andúð sína á Geert Wilders og kvikmynd hans. Reuters

Hol­lenski íhaldsmaður­inn Geert Wilders hef­ur sett um­deilda kvik­mynd sem gagn­rýn­ir Kór­an­inn hina helgu bók mús­líma á netið. Upp­hafs­atriði mynd­ar­inn­ar sýn­ir ein­tak af Kór­an­in­um og í kjöl­farið eru sýnd­ar mynd­ir af árás­inni á Tví­bura­t­urn­ana í New York 11. sept­em­ber 2001.

Mynd­in sem er 15 mín­út­ur að lengd var sett á mynd­banda­vef­inn Li­veLeak en sam­kvæmt frétta­vef BBC mun fyr­ir­huguð frum­sýn­ing mynd­ar­inn­ar á net­inu hafa vakið hörð mót­mæli í mörg­um lönd­um mús­líma.

Hol­lenska rík­is­stjórn­in hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þess efn­is að í mynd­inni sé Wilder ekki að bera út boðskap sem sé henni þókn­an­leg­ur.

Mynd­in nefn­ist Fitna  sem er orð tekið úr Kór­an­in­um og merk­ir stund­um „bar­átta".


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert