Hollenski íhaldsmaðurinn Geert Wilders hefur sett umdeilda kvikmynd sem gagnrýnir Kóraninn hina helgu bók múslíma á netið. Upphafsatriði myndarinnar sýnir eintak af Kóraninum og í kjölfarið eru sýndar myndir af árásinni á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001.
Myndin sem er 15 mínútur að lengd var sett á myndbandavefinn LiveLeak en samkvæmt fréttavef BBC mun fyrirhuguð frumsýning myndarinnar á netinu hafa vakið hörð mótmæli í mörgum löndum múslíma.
Hollenska ríkisstjórnin hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að í myndinni sé Wilder ekki að bera út boðskap sem sé henni þóknanlegur.
Myndin nefnist Fitna sem er orð tekið úr Kóraninum og merkir stundum „barátta".