Bændur hættu aðgerðum

Bændur í útjaðri Gualeguaychu stöðvuðu umferð um þjóðveginn.
Bændur í útjaðri Gualeguaychu stöðvuðu umferð um þjóðveginn. Reuters

Argentínskir bændur bundu í dag enda á 16 daga mótmælaaðgerðir vegna hækkunar á útflutningssköttum. Höfðu þeir truflað og hindrað umferð á helstu hraðbrautum landsins sem ollu því að skortur varð á algengustu matvöru í verslunum landsins.

Bændur munu halda áfram mótmælum sínum í vegköntum landsins reiðubúnir til að mynda vegatálma á nýjan leik á meðan viðræður standa yfir við ríkistjórnina.

Útflutningsgjöld á sojabaunir voru hækkuð, en sojabaunir eru helsta útflutningsvara landsins og helmingur ræktunarlands í Argentínu fer í þá framleiðslu.

Fregnir bárust af átökum bænda við reiða vöruflutningabílstjóra og mótmæli með og á móti ríkisstjórninni og aðgerðum hennar.

Ríkisstjórnin hefur sagt að bændurnir séu fjárkúgarar og að hátt verð á heimsmarkaði og lágt gengi pesóans hafi gert margan landeigandann mjög auðugan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert