Dalai Lama hvetur til viðræðna

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbetbúa.
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbetbúa. mbl.is

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, ítrekar að hann vilji hefja þýðingamiklar viðræður við kínversk yfirvöld vegna ástandsins í Tíbet. 

„Ég hef lýst yfir vilja mínum að ræða við og vinna með kínverskum yfirvöldum, til þess að koma á friði og stöðugleika í Tíbet," segir í yfirlýsingu frá Dalai Lama.  Ennfremur segir að Dalai Lama hafi beðið kínversk stjórnvöld um að skilja stöðu hans og um samvinnu við að leysa vandamálin í landinu.

„Ég hvet yfirvöld í Kína einnig til þess að leggja sig fram, til þess að stuðla að friði og til þess að komast hjá ágreiningi á milli þjóðanna," segir Dalai Lama. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert