Heimilt að synda berbrjósta í Kaupmannahöfn

mbl.is/Þorkell

Samþykkt var menningarmálanefnd Kaupmannahafnarborgar í gærkvöldi að heimila konum að baða sig berbrjósta í almenningssundlaugum í borginni. Danski þjóðarflokkurinn greiddi einn atkvæði gegn tillögunni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ekki liggur fyrir hvort um almennt leyfi er að ræða eða hvort tímatakmarkanir eða annars konar takmarkanir verði settar varðandi aðgang berbrjósta kvenna. .„Mér finnst að þetta eigi að vera frjálst þar sem múslímakonur, sem vilja baða sig huldar klæðum og án nærveru karlmanna, hafa þegar fengið sérstaka tíma. Aðrar konur geta einnig nýtt sér þá tíma vilji þær hylja sig,” segir Frank Hedegaard, annar flutningsmaður tillögunnar.

Hann segist þó ekki telja ástæðu til að gera sérstakar ráðstafanir fyrir karlmenn sem vilji fara í sund án þess að sjá þar berbrjósta konur. „Þeir verða að lifa með þessu,” segir hann.

Hópur danskra kvenna hefur barist fyrir því að fá að fara berbrjósta í sundlaugar í Danmörku og hafa þær m.a. bent á að karlmönnum sé ekki gert að hylja efri hluta líkama síns þegar þeir fari á sundstaði.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka