Heimilt að synda berbrjósta í Kaupmannahöfn

mbl.is/Þorkell

Samþykkt var menningarmálanefnd Kaupmannahafnarborgar í gærkvöldi að heimila konum að baða sig berbrjósta í almenningssundlaugum í borginni. Danski þjóðarflokkurinn greiddi einn atkvæði gegn tillögunni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Hann segist þó ekki telja ástæðu til að gera sérstakar ráðstafanir fyrir karlmenn sem vilji fara í sund án þess að sjá þar berbrjósta konur. „Þeir verða að lifa með þessu,” segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert