Talsmaður hollensku ríkisstjórnarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ríkisstjórnin harmi það að hægri öfgamaðurinn Geert Wilders hafi birt umdeilda mynd sína þar sem hann gagnrýnir Kóraninn hina helgu bók múslíma á netinu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
„Í myndinni er íslam tengt ofbeldi. Við vísum slíkri túlkun á bug. Við teljum ekki að birting myndarinnar hafi neinn annan tilgang en þann að særa fólk. En jafnvel þótt fólk sé sárt má það aldrei nota sárindi sín sem afsökin fyrir ofbeldi og hótunum, segir í yfirlýsingu talsmannsins Jan Peter Balkenende.Í myndinni eru sýndar myndir frá vettvangi hryðjuverkaárása í New York og Madridá sama tíma og lesnir eru kaflar úr Kóraninum. Þá er þar varað við vaxandi fjölda múslíma í Hollandi og Evrópu og sýndar myndir af blóðugum aftökum undir fyrirsögninni „Holland framtíðarinnar?”
Einnig er þar sýnt viðtalsbrot við þriggja ára stúlku sem segir að samkvæmt Kóraninum séu gyðingar apar og grísir.