Rannsókn felld niður

Jonathan Motzfeldt var sakaður um kynferðislegt áreiti.
Jonathan Motzfeldt var sakaður um kynferðislegt áreiti. mbl.is/Ómar

Lögreglurannsókn vegna kæru á hendur grænlenska stjórnmálamannsins Jonathan Motzfeldt hefur verið felld niður. Motzfeldt var sakaður um kynferðislegt áreiti af konu sem starfar við Landsþingið.

Danskur lögreglustjóri hefur fellt rannsóknina niður þar sem konan hefur ekki getað gert grein fyrir þeim kynferðislegu árásum sem hún staðhæfði að fóru fram á salerni heima hjá Motzfeldt.

Rannsókn lögreglunnar hefur samkvæmt frétt í Berlingske Tidende ekki getað staðfest framburð konunnar um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Grænlenska lögreglan hefur notið aðstoðar dönsku lögreglunnar í þessu máli og er nú litið svo á að málinu sé lokið.

Þó getur konan gripið til þess ráðs að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert