Ýmis sönnunargögn virðast benda til þess að fyrrum forsætisráðherra Líbanons, Rafik Hariri hafi verið myrtur af glæpagengi að sögn rannsóknarteymis Sameinuðu Þjóðanna.
Engin nöfn á grunuðum hafa verið gefin upp en talið er víst að glæpasamtökin hafi fylgst vandlega með Hariri áður en þau létu til skara skríða.
Hariri og 22 aðrir létust í gríðarmikilli bílasprengju í Beirút í febrúar 2005.
Áður hafa rannsóknir á vegum S.Þ. bent til þess að bæði sýrlenskar og líbanskar leyniþjónustur hafi átt hlut að máli. Því hefur Sýrlensk yfirvöld ávalt neitað.
Fyrir þessu rannsóknarteymi fór Daniel Bellemare, fyrrum saksóknari í Kanada en þetta er tíunda skýrslan um þetta morð og segir þar: „að hægt sé að slá því föstu byggt á þeim sönnunargöngum sem liggja fyrir að tengslanet einstaklinga hafi unnið saman að því að ráða Hariri af dögum."
Fram kemur að þetta glæpagengi muni einnig bera ábyrgð á fleiri árásum á háttsetta menn í Líbanon og að hluti af genginu hafi starfað áfram eftir morðið á Hariri.
Fram kemur á fréttavef BBC að Hariri hafi ekki einungis verið stjórnmálamaður, heldur einnig umsvifamikill viðskiptamaður og látið að því liggja að baki morðinu á honum liggi fleiri og flóknari hvatir en einungis pólitískar.