„Fitna" fjarlægð af netinu

Kvikmynd Geert Wilders var fjarlægð eftir að hótanir bárust.
Kvikmynd Geert Wilders var fjarlægð eftir að hótanir bárust. Reuters

Vefsíðan Li­veLeak hef­ur ákveðið að fjar­lægja kvik­mynd Geert Wilders, „Fitna" ein­um sól­ar­hring eft­ir að hún var sett á vef­inn. Starfs­fólki hafi borist hót­an­ir og seg­ir í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um síðunn­ar að þetta sé sorg­leg­ur dag­ur fyr­ir mál­frelsi á net­inu en segj­ast verða að taka til­lit til ör­ygg­is starfs­fólks­ins.

Á vefsíðu norska dag­blaðsins Af­ten­posten kem­ur fram að kvik­mynd­in sem er ákaf­lega nei­kvæð í garð mús­líma og múhameðstrú­ar gangi enn manna á milli á vefsíðum þar sem fólk skipt­ist á tölvu­skrám og efni.
Kvik­mynd­in var gerð af íhalds­mann­in­um og hol­lenska stjórn­mála­mann­in­um Geert Wilders. Í mynd­inni sem er 15 mín­út­ur að lengd bland­ar hann meðal ann­ars sam­an mynd­um af hryðju­verk­um í Banda­ríkj­un­um, London, Madrid og víðar við vers úr Kór­an­in­um.

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu Þjóðanna hef­ur for­dæmt mynd­ina fyr­ir að kynda und­ir hat­ur og of­beldisaðgerðir. Hann seg­ir hana ekki fjalla um mál­frelsi á nokk­urn hátt.

Hol­lenska rík­is­stjórn­in hef­ur sömu­leiðis gefið út yf­ir­lýs­ing­ar þess efn­is að hún sé ekki sam­mála inni­haldi þess­ar­ar mynd­ar.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert