Fimm fórust í flugslysinu

Fimm manns voru um borð í vélinni sem fórst.
Fimm manns voru um borð í vélinni sem fórst. Reuters

Slökkviliðsmenn í London hafa staðfest að eng­inn hafi lifað flug­slysið í Farn­borough af, fimm menn fór­ust með lít­illi einkaþotu sem brot­lenti  þar í dag. Íbúar húss­ins sem gjör­eyðilagðist er vél­in brot­lenti á því munu vera er­lend­is í fríi.

Sam­kvæmt Sky frétta­stof­unni fór vél­in í loftið frá Bigg­in Hill flug­vell­in­um og brot­lenti í Farn­borough skömmu eft­ir flug­takið en mun hafa verið að reyna að snúa aft­ur á flug­völl­inn.

Flugmaður annarr­ar flug­vél­ar sem var í loft­inu á sama tíma hef­ur sagt við Sky frétta­vef­inn að hann hafi heyrt flug­mann einkaþot­unn­ar kalla „mayday" neyðarkall áður en vél­in hrapaði. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert