Ólympíueldurinn afhentur

Gríska silfurverðlaunahafin í hjólreiðum, Pygi Devetzi tendrar eldinn í Aþenu …
Gríska silfurverðlaunahafin í hjólreiðum, Pygi Devetzi tendrar eldinn í Aþenu í dag, Reuters

Kyndill með Ólympíueldinum var í dag afhentur kínverskum embættismönnum við hátíðlega athöfn á Panathinaiko leikvanginum í Aþenu þar sem fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram 1896. Lítill hópur mótmælenda reyndu að brjótast framhjá lögreglu og inn á leikvanginn.

Þúsundir áhorfenda komu saman er kyndillinn var afhentur og loginn var færður yfir í lampa sem síðan verður fluttur með flugvél til Kína.

Hvar sem kyndillinn kom á leið sinni frá Ólympíu til Panathinaiko í Grikklandi voru mótmælendur sem vildu vekja athygli á mannréttindabrotum Kína og aðstæðum í Tíbet.

Loginn var kveiktur í Ólympíu 24. mars en það verður tekið á móti honum með viðhöfn á Torgi hins himneska friðar í Peking á morgun. Síðan mun hann heimsækja 20 lönd áður en honum verður skilað aftur til Kína fyrir opnun leikanna þann 8. ágúst.


Grískar þokkagyðjur stigu táknrænan dans er kyndillinn var afhentur.
Grískar þokkagyðjur stigu táknrænan dans er kyndillinn var afhentur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka