Vígamenn leggja niður vopn

Hundrað íbúar Basra tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum öryggissveita …
Hundrað íbúar Basra tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum öryggissveita landsins og baráttu þeirra gegn Mehdi-herdeildunum. Á miðanum stendur: „Írakar falla fyrir hendi Maliki." Reuters

Íraski sjí­aklerk­ur­inn Moqtada Sadr hef­ur skipað her­ská­um liðsmönn­um sín­um að hverfa af göt­um Basra sem og í öðrum borg­um í Írak og hætta bar­dög­um við ör­ygg­is­sveit­ir lands­ins.

Í til­kynn­ingu sem barst frá hon­um sagðist hann vilja stöðva blóðabaðið sem átt hef­ur sér stað í Írak og viðhalda sjálf­stæði og stöðug­leika þjóðar­inn­ar.

Sam­kvæmt frétta­vef BBC sagði rík­is­stjórn­in að þetta væri já­kvæð þróun en frest­ur sem hún hafði sett hinum her­skáu fylg­is­mönn­um Sadr er út­runn­inn. Rík­is­stjórn­in ætlaði að greiða þeim reiðufé fyr­ir þau vopn sem þeir skiluðu inn.

Enn er í gildi út­göngu­bann í Bagdad og hef­ur það verið lengt um óákveðinn tíma, því hafði átt að ljúka snemma í morg­un.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka