15 börn skilin eftir í hitakassa til ættleiðingar

Börn á fæðingardeild
Börn á fæðingardeild AP

Sjúkrahúsið Jikei í japönsku borginni Kumamoto setti í maí í fyrra hitakassa fyrir utan sjúkrahúsið þar sem foreldrar geta skilið nýfædd börn sín eftir til ættleiðingar til að koma í veg fyrir fóstureyðingar. Alls hafa 15 börn verið skilin þar eftir, þar af þrjú í mars.

Jikei sjúkrahúsið sem er rekið af kaþólsku kirkjunni tekur börnin í fóstur og reynir að koma þeim til fólks sem vill ættleiða börn eða á fósturheimili. Fyrsta barnið var skilið eftir daginn sem kassinn var settur upp þann 10. maí sl. Börnin þrjú sem voru skilin eftir í mars, tveir drengir og ein stúlka, eru öll yngri en 14 daga gömul. Engu barnanna fylgdu upplýsingar um þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert