Bílsprengja í Árósum

Frá Árósum.
Frá Árósum. mbl.is/GSH

Öflug bílsprengja sprakk á Henrik Hertz Vej í Árósum í Danmörku um klukkan hálf tvö síðastliðna nótt. Brak úr bílnum þeyttist allt að fimmtán metra frá tilræðisstaðnum og brotnuðu rúður í nærliggjandi húsum. Þá var kveikt í bílum á tveimur öðrum stöðum í Árósum í nótt. 

Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.  Málið er í rannsókn og liggur ekki fyrir hvert tilefni sprengingarinnar var. Ekki er þó talið að sprengingin tengist eiganda bifreiðarinnar með neinum hætti og segir lögregla að svo virðist sem sprengju hafi verið kastað inn í bílinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert