Bílsprengja í Árósum

Frá Árósum.
Frá Árósum. mbl.is/GSH

Öflug bíl­sprengja sprakk á Henrik Hertz Vej í Árós­um í Dan­mörku um klukk­an hálf tvö síðastliðna nótt. Brak úr bíln­um þeytt­ist allt að fimmtán metra frá til­ræðisstaðnum og brotnuðu rúður í nær­liggj­andi hús­um. Þá var kveikt í bíl­um á tveim­ur öðrum stöðum í Árós­um í nótt. 

Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.  Málið er í rann­sókn og ligg­ur ekki fyr­ir hvert til­efni spreng­ing­ar­inn­ar var. Ekki er þó talið að spreng­ing­in teng­ist eig­anda bif­reiðar­inn­ar með nein­um hætti og seg­ir lög­regla að svo virðist sem sprengju hafi verið kastað inn í bíl­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert