Ólympíueldurinn kominn til Peking

AP

Ólympíueldurinn kom til Peking í morgun og var borinn að kyndli við hátíðlega athöfn á Torgi hins himneska friðar.

Ráðamenn í Kína leggja áherslu á að Ólympíuleikarnir fari vel fram og staðfesti framfarir og efnahagslega hagsæld í landinu. Hu Jintao, forseti Kína, var viðstaddur athöfnina og dönsuði hundruð manna í þjóðbúningum, aðrir sýndu fimleika og þúsundir verkamanna og námsmanna fylltu torgið.  Öryggisgæsla á svæðinu var gríðarlega mikil.

Frá Peking verður hlaupið með kyndilinn til Kazakstan og þaðan um 19 lönd í viðbót og loks um öll héruð og sýslur í Kína, alls 137 þúsund kílómetra á 130 dögum.

Útlagir Tíbetar og stuðningsmenn þeirra ætla að vekja athygli á mannréttindabaráttu sinni hvar sem færi gest á langri leið kyndliberanna, þ.á.m. í Lundúnum, París og San Fransiskó. Tugir Tíbeta efndu til mótmæla í Nýju Delí í gær og báru logandi frelsiskyndla sem þeir sögðu vera táknræna hliðstæðu ólympíukyndilsins, loks lögðu þeir eldinn að brúðu í líki Hu Jintao, að því er fram kom í útvarpsfréttum RÚV.

Ólympíueldurinn.
Ólympíueldurinn. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert