Rætt við vini foreldra Madeleine McCann

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reuters

Portúgalska lögreglan ætlar að senda rannsóknarlögreglumenn til Bretlands til þess að ræða við vini foreldra Madeleine McCann sem hvarf úr hótelíbúð í Algarve-héraði í Portúgal þann 3. maí á síðasta ári.

Foreldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann, voru á sínum tíma talin bera ábyrgð á hvarfi hennar af portúgölsku lögreglunni en hafa alltaf neitað ásökunum.

Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla er von á lögreglumönnum frá Portúgal í næstu viku og ætla þeir að ræða á ný við vini McCann hjónanna sem borðuðu með þeim í Portúgal er Madeleine hvarf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert