Portúgalska lögreglan ætlar að senda rannsóknarlögreglumenn til Bretlands til þess að ræða við vini foreldra Madeleine McCann sem hvarf úr hótelíbúð í Algarve-héraði í Portúgal þann 3. maí á síðasta ári.
Foreldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann, voru á sínum tíma talin bera ábyrgð á hvarfi hennar af portúgölsku lögreglunni en hafa alltaf neitað ásökunum.
Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla er von á lögreglumönnum frá Portúgal í næstu viku og ætla þeir að ræða á ný við vini McCann hjónanna sem borðuðu með þeim í Portúgal er Madeleine hvarf.