Stjórnvöld á Indlandi hafa bannað útflutning á hrísgrjónum, öðrum en basmatígrjónum. Tilgangurinn er að draga úr verðbólgu en matarverð hefur hækkað mikið að undanförnu í landinu. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.
Þá hefur fast verð fyrir útflutt basmatígrjón verið hækkað í jafnvirði liðlega 90 þúsund króna fyrir tonn. Markmiðið er að draga úr eftirspurn að utan svo framleiðendur selji grjónin frekar á innanlandsmarkaði. Sérfræðingar segja hugsanlegt að ákvörðun Indverja leiði til hækkunar á heimsmarkaðsverði hrísgrjóna. Eingöngu flytja Kínverjar út meira af þeim.