Minnka útflutning á grjónum

Stjórn­völd á Indlandi hafa bannað út­flutn­ing á hrís­grjón­um, öðrum en basma­tígrjón­um. Til­gang­ur­inn er að draga úr verðbólgu en mat­ar­verð hef­ur hækkað mikið að und­an­förnu í land­inu. Þetta kom fram í frétt­um Útvarps­ins.

Þá hef­ur fast verð fyr­ir út­flutt basma­tígrjón verið hækkað í jafn­v­irði liðlega 90 þúsund króna fyr­ir tonn. Mark­miðið er að draga úr eft­ir­spurn að utan svo fram­leiðend­ur selji grjón­in frek­ar á inn­an­lands­markaði. Sér­fræðing­ar segja hugs­an­legt að ákvörðun Ind­verja leiði til hækk­un­ar á heims­markaðsverði hrís­grjóna. Ein­göngu flytja Kín­verj­ar út meira af þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert