Hirsi Ali segir yfirvöld vantreysta múslímum

Hirsi Ali.
Hirsi Ali. AP

Baráttukonan Ayaan Hirsi Ali hefur gagnrýnt yfirvöld í Hollandi harðlega vegna framkomu þeirra í tengslum við gerð og sýningu myndarinnar  „Fitna" sem þykir mjög neikvæð í garð íslam. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Hirsi Ali, sem er fyrrum þingmaður í Hollandi, segir að með framkomu sinni hafi hollenska stjórnin gert lítið úr tjáningarfrelsinu og móðgað hollenska múslíma.

„Hollenska stjórnin reyndi með virkum hætti að þagga niður í kjörnum fulltrúa þingsins,” segir Hirsi Ali. „Það að stjórnarandstaðan skuli ekki hafa gagnrýnt þessa tilburði til ritskoðunar er meira áhyggjuefni en nokkuð það sem fram getur komið í nokkurri mynd um íslam.”

Þá segir hún að mun eðlilegra hefði verið að hollensk yfirvöld hefðu beðið með að tjá sig um málið þar til eftir að myndin var frumsýnd og að með viðbrögðum sínum hafi þau svo gott sem tekið að sér markaðssetningu myndarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert