Mannréttindamál í Kína eru að versna en ekki skána vegna Ólympíuleikana, segja mannréttindasamtökin Amnesty International.
Ímyndin sem landið hefur sýnt nú þegar heimsathyglin hefur beinst töluvert að því er ekki góð, segja samtökin. Þau hafa hvatt alþjóðlegu Ólympíunefndina að tala gegn misnotkun og sér í lagi um hvernig kínversk stjórnvöld hafa haldið um taumana varðandi mótmæli frá Tíbetbúum.
George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur verið hvattur af 15 bandarískum stjórnmálamönnum að mæta ekki á opnunarhátíð Ólympíuleikana vegna stjórnarhátta kínverskra yfirvalda en Bush gaf það út fyrr að hann myndi mæta á hana, að því er fram kemur á fréttavef BBC.