Paulson hvetur til friðsamlegra lausna í Tíbet

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, hvatti til friðsamlegra lausna á vanda Tíbets, en hann átti fund með kínverskum ráðamönnum í Peking í dag.  Paulson er staddur í Kína til þess að ræða samvinnu Bandaríkjanna og Kína í efnahagsmálum.

Paulson er fyrstur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna sem heimsækja Kína eftir að blóðug átök áttu sér stað í Tíbet í síðasta mánuði í kjölfar mótmæla gegn kínverskum stjórnvöldum.

Paulson sagði á blaðamannafundi í dag að hann hafi látið í ljós áhyggjur sínar af óróanum í Tíbet og sagði að hann hafi hvatt til friðsamlegra samræðna milli þjóðanna.  Paulson vildi ekki segja blaðamönnum við hvern hann ræddi þessi mál en sagðist hafa komið skilaboðunum til skila til réttra aðila.

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson tekur í hönd forseta Kína,Hu Jintao, …
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson tekur í hönd forseta Kína,Hu Jintao, á fundi þeirra í Peking í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert