Tyrkir felldu kúrdneska skæruliða

Tyrkneskir herflutningar við landamæri Íraks.
Tyrkneskir herflutningar við landamæri Íraks. Reuters

Tyrknesk yfirvöld hafa drepið sjö meðlimi kúrdnesku PKK skæruliðahreyfingarinnar í dag er bardagar brutust út í suðausturhluta Sirnak-héraðs. Samkvæmt fréttavef BBC hafa 16 skæruliðar PKK látist í átökum við Tyrkneska herinn síðan á mánudag.

Yfirmenn tyrkneska hersins segja að þrír hermenn stjórnarhersins hafi verið drepnir í átökunum.

Undanfarna mánuði hefur Tyrkland hert mjög tökin og gert fjölmargar árásir á liðsmenn PKK bæði úr lofti og með landher í norðurhluta Íraks.

Yfirvöld í Ankara halda því fram að PKK noti bækistöðvar sínar í Norður Írak til að ráðast á skotmörk í Tyrkland.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka