Búið að bera kennsl á höfuðið

Ströndin á Arbroath þar sem höfuð konunnar fannst.
Ströndin á Arbroath þar sem höfuð konunnar fannst. DAVID MOIR

Búið er að bera kennsl á konuna sem höfuðið af fannst innvafið í plastpoka á Arbroath ströndinni í Skotlandi í fyrradag, að því er fram kemur á fréttavef Sky News.

Hún var 36 ára gömul og var frá Brechin hverfinu í Angus í Skotlandi. Vinnuveitandi hennar tilkynnti um hvarf hennar til lögreglu. Tvær systur fundu höfuð konunnar fyrir tveim dögum síðan. Leit hjá lögreglu á svæðinu leiddi síðan í ljós tvær afskornar hendur.

Lögreglan þakkar mikilli þátttöku almennings að hægt var að bera kennsl á konuna svona fljótt. Verið er að hafa samband við nánustu ættingja og reynt er að afla upplýsinga um ferðir konunnar.

Rannsóknarmenn hafa mögulega fundið fleiri líkamsleifar á ströndinni en of snemmt er að fullyrða það. Verið er að skoða þær á líkhúsi í Dundee. Lögreglan er einnig að rannsaka íbúð í Earlsden House í suðurhverfi Brechin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka