Hvetur til þess Ólympíukyndilinn fari ekki til Tíbet

00:00
00:00

Sendi­full­trúi Dalai Lama, and­legs leiðtoga Tíbet, hef­ur hvatt kín­versk stjórn­völd til þess að fresta áform­um um að fara með Ólymp­íukyndil­inn til Tíbet.  Til stend­ur að farið verði með kyndil­inn til Tíbet í maí og til Lhasa, höfuðborg­ar Tíbet, í byrj­un júní.   

Lodi Gy­ari, sendi­full­trúi Dalai Lama, seg­ir að það væri bæði „ögr­andi og móðgandi" í ljósi at­b­urða sem hafa átt sér stað í Tíbet síðastliðinn mánuð.   Gy­ari vís­ar til aðgerða kín­verskra stjórn­valda gegn mót­mæl­end­um í Tíbet, en mót­mæli gegn kín­verskri stjórn hóf­ust þann 10. mars og átök brut­ust út í Lhasa í kjöl­farið.   

Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbets.
Dalai Lama, út­læg­ur leiðtogi Tíbets. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert