Hvetur til þess Ólympíukyndilinn fari ekki til Tíbet

Sendifulltrúi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet, hefur hvatt kínversk stjórnvöld til þess að fresta áformum um að fara með Ólympíukyndilinn til Tíbet.  Til stendur að farið verði með kyndilinn til Tíbet í maí og til Lhasa, höfuðborgar Tíbet, í byrjun júní.   

Lodi Gyari, sendifulltrúi Dalai Lama, segir að það væri bæði „ögrandi og móðgandi" í ljósi atburða sem hafa átt sér stað í Tíbet síðastliðinn mánuð.   Gyari vísar til aðgerða kínverskra stjórnvalda gegn mótmælendum í Tíbet, en mótmæli gegn kínverskri stjórn hófust þann 10. mars og átök brutust út í Lhasa í kjölfarið.   

Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbets.
Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbets. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert