Kínverskur aðgerðarsinni fangelsaður

Dóminum á Hu Jia mótmælt.
Dóminum á Hu Jia mótmælt. Reuters

Áberandi aðgerðarsinni sem vakið hefur athygli fólks á mannréttindabrotum í Kína hefur verið dæmdur í fangelsi í þrjú og hálft ár.

Hu Jia hefur verið dæmdur fyrir að „hvetja til niðurrifsstarfsemi á ríkisvaldi og jafnaðarstefnu,“ greindi lögmaður hans frá.  Jia hefur lengi barist fyrir umhverfismálum, trúarfrelsi og réttindum eyðnissmitaðra einstaklinga. Dómur í máli hans féll einungis degi eftir að réttindasamtök ásökuðu kínversk stjórnvöld um að reyna kveða niður mótmæli vegna mannréttindabrota.

Bandarísk stjórnvöld eru ekki sammála þessum úrskurði, samkvæmt talsmanni bandaríska ráðuneytisins í Peking og Evrópusambandið hefur farið fram á að Jia verði látinn laus. „Við sögðum það frá byrjun að þessi réttarhöld áttu ekki að eiga sér stað. Hann á að vera látinn laus og það er okkar afstaða,“ greindi William Fingleton, talsmaður Evrópusambandsins frá, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert